Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/109

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

105

41. Gaf mér prjóna Gerdur prúd, med gæzku tónum, brúna skær, þessa ljóna holla húd; hún mér þjóna sídan fær.

42. Kom og fína qvendid med, kylfu mína og þennan hjør; tók ad brýna gott med géd, gullhríngs dýna þessi svør:

43. „Þinn eg smátt í þetta sinn, þánka hressa gjøfum kann; en vopnin átti afi minn, Ackilles, sem Hektor vann.

44. „Njóttu best og berdu fast, brandinn góda og kylfu þá; spjóta fletta fordast kast, fatid góda húdar má.“

45. Þackir nettar þá eg qvad, þóktist settur gæfu stól; hérnæst frétti heiti ad, handar kletta Morgun-sól.

46. Aptur ræda føgur fer: „fyrir þig eg læt uppskátt; rósu klæda, kæra þér, Kamillu þú nefna mátt.“

47. Féll eg þá um háls á hrund; hún var ecki móti því; þannig láum litla stund, léttum fadma brøgdum í.

48. Þér eg sannast segi nú: svæfdur trega gustur var; hvørt vid annad ást og trú, innilega bundum þar.

49. Feingum lag á fundi sett; fadma ólust brøgdin neyt: alla daga kæran klett, klæda Sólin vermdi heit.