—106—
50. Lánid valt í lífi er; lidid þegar árid var, hvarf hún allt í einu mér; ærinn trega því eg bar.
51. Veit eg, móti vilja sín, (vina banna fundi mein) hefur snótin mæta mín, meigad annan þýdast svein.
52. Nockrir segja úr Sikiley, sicklíng leidur hafi frú, rænt, og dregid fram á fley; fast mig neydir hugsun sú.
53. Skømmu sídar sørva Hlín, sødd af árum mørgum þó, deydi blída módir mín; um moldir sár eg hennar bjó.
54. Vída flacka fór eg þá, fyltur trega, um landa veg; úngum spracka aptur ná, innilega girntist eg.
55. Þá ég mætti Marsa her, med þeim slætti sverda vann, fári sætti, og fyrir þér, féll, ágætti hreysti-mann!
56. Myrda vildu Marsar þá, mig, því Hildi tapa réd; þeim med snild eg flúdi frá, og fæ hér milda vininn sjed.
57. Aldrei linna eg ætla mér, Oms á qvinnu þreyta ról, uns ég finn, þá blóma ber, bestu linna jardar Sól.
58. Ad finna sóda í Sikiley, síst ofbjóda læt eg mér; veit eg gódur er hann ei, ólma þjód á kaudinn sér.