Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/111

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

107

59. Mætti eg fley um flódid blá, fylkirs eyar stýra til, skyldi eg mey frá skálki ná, og Skøglar heya manndráps byl.

60. Númi géldur þackir þá, Þundar eldibranda Týr; svo ad qveldi sofna ná; sinnid hrelda blundinn flýr.


Tólfta Ríma.


Kom þú, Braga brúdin gód, í blóma himinklæda! heilla dagar hressi þjód! harpan glymur qvæda.

2. Minna streingja hljómur hreinn, hugar þreynging reyri; qved eg leingi, qved eg einn, qvedur einginn fleiri.

3. Skinnaklæda hrundir hér (hverfur gæda efni) hljóda og æda undan mér, ef eg qvædin nefni.

4. Heima fordum Fróni á, fridar gódu stundu, bragar ordum betur hjá, blessud fljódin undu.

5. Hugar leyna máir mátt? Menju steina glóa, man eg eina og þrái þrátt; þau ei meinin gróa.

6. Þér eg gleymi aldrei, ó, eyar bráar dýna! því tveggja heima heill og ró, hjá þér sá eg mína.