Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/115

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

111

34. Númi frómur fjalla sal, frá eg tóman héldi, lítur blóma búinn dal, beitir skjóma ad qveldi.

35. Grundin vidur blasir blíd, bestum þegni valin; áin nidar ofan hlíd, allt í gégnum dalinn.

36. Væn i rødum varin há, vinda glød af rænum, leika blødin blómstra smá; blikar í trødum grænum.

37. Hetjan gérir hvata sér, helst um vídar grundir, og nú sjer hvar flockur fer, fótum hlídar undir.

38. Sex á undan (sjer þad hann) svartir skunda dreingir, draga bundinn med sér mann, meina stund er þreyngir.

39. Fjórir sveinar eptir á, akur-reinir skunda, bera eina góda Gná, gyltu steina munda.

40. Hljóda bædi, er bøndinn þjá; baga stundir vara; Númi rædur þángad þá, þeir hvar undan fara.

41. Sigur-skjóma bláum brá, birtu Þundur lóna; vigur hljóma þráir þá, þrælar undir tóna.

42. Númi fyrsta feldi mann, og fleini gegnum keyrdi; annan risti endlángan, æda regnid dreyrdi.