Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/116

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

112

43. Hinir fjórir þángad þá, þróttar stórir fara; hringa þórum átta á, einn ósljór ad svara.

44. Hring um knáa hetju slá, Hroptar gráu skjóma; loga þá vid loptid blá, ljósin háu Oma.

45. Kémpan hrelda høggin gaf, hart, sem elding flýgi; hausinn skéldi einum af, er hann feldur vígi.

46. Ødrum bítur fótinn frá, frægdar-nýtum geiri; hrínginn brýtur hraustur þá, helst þó lítid eiri.

47. Blódid freydir þræla þá; þjódir neydir bagi; sódar meidast eggjum á, í Odins reidarslagi.

48. Flakir hráa holdid þá; hirdir nái størin; klædum gráu Grana á, grenjadi blái hjørinn.

49. Nidur hrundid frægur fær, fólsku hundum øllum; svidris sprundid nøtra nær, náhljód drundi í fjøllum.

50. Seggur módi sárin bar, og serkinn Odins rifinn; einn hann stód á ekru þar, allur blódi drifinn.

51. Leysti fánga báda brátt, batnar skedur tregi; þeim ad gánga hetjan mátt, hefur med þeim eigi.