Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/118

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

114

61. Þann, sem alla elskar menn, og þá skapta hefur, lífs gjørvallri likíng enn, lán og krapta géfur.

62. Arimantes um hún qvad, er atvik gód nam fæla; þessum ant er eitt um þad, ills til þjód ad tæla.

63. Mærin saung á marga lund, mælsku grundad letur; Númi aungva adra stund, una mundi betur.

64. Eptir vænan saungva sid, er sansa gerir hvetja, eldinn bænast bædi vid, og burtu kerid setja.

65. Kallinn spakur nær ad ná, nádum, lúinn meina; Núma vakir hæversk hjá, handar Brúin steina.

66. Bodid nóg var þýdum þá, Þundi ljósa hvera: aldrei flóa funa sá, fegri rósu vera.

67. Mestan fljódid blóma bar, á brúna stiltum sólum; finnid góda og sálin þar, sátu á gyltum stólum.

68. Kinna freku blómstur bar, brúdur nýt ei midur: raudu léku liljurnar, liti hvíta vidur.

69. Falda Hlíd ad flestum má, frídleik gjøra mikla; hjartans blídu brosin á, blómstur-vørum sprikla.