—115—
70. Svona er rósin sumar tíd, sólar þvegin glódum; yndis ljósin blessud, blíd, af blómstrum fleygir rjódum;
71. Blóma-staungum blødin á, blika um landa haga; þeirra vaungum vindar hjá, voga ei anda draga;
72. Jurtin fróma fyllir trød, flesta yndi þarna, sýgur ljómann sólar glød, og sætan lindar kjarna.
73. Þó er spaka mærin mjúk, málud ei, sem hlýdir; augun vaka ástar-sjúk, yfir Freyu prýdi.
74. Númi beitir augum á, Ekru mundar fjalla; O, eg veit ad henni hjá, heppnast blundur valla.
Þrettánda Ríma.
Þegar hrídir harma géra, hugan nída, þykja tídir þúngar vera þeim, er lída.
2. A nær bjátar eymdin smáda, og eitthvad hallast, sumir láta hugann hrjáda og hendur fallast.
3. Kløgun valda, og þyckju-þráan þvínga muna, og margfalda eina smáa óluckuna.