—8—
9. Þótt einmana þrokum hér, þeim hjá Grænlands sonum, ljódfuglana látum vér, leika í átthøgonum.
10. Vega skil mín ódfleyg ønd, eingin þarf ad géra, þegar eg vil, er hægt um hønd, heima á Fróni’ ad vera.
11. Fuglinn drjúgum frái sá, faldi skýja undir, sudur fljúga á nú á, Italíu grundir.
12. Og svo þadan óhikad, Islands heim til bragna, segja hvad í hvørjum stad, helst til beri sagna.
13. Vinur hái Velborinn, á voldugum stóli sala, hrektu ei frá þér fuglinn minn, sem fyrir þig vill gala.
14. Albygd vóru — um þad skrár, eru í vorum høndum — herød stór á øldum ár, í Italíu løndum.
15. Þar sem liggja løndin tóm, og Latsíu grundir skína, fóru ad byggja fyrstir Róm, á fjallinu Palatína.
16. Rómulur og Remur tveir, sem ritin brædur géra, Martis burir mundu þeir, mágar Prócass vera.
17. Borgum øllum Róm í rún, reiknast stærri af seggjum; á sjø fjøllum háum hún, til himins lyptir veggjum.