Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/121

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

117

16. Unun fann í hjarta hann, sem hrindir banni, vakti svanninn virdíng sanna vøskum manni.

17. Fer ad leita frétta hann, sem fýsir heyra; spyr ad heiti svinnan svanna, og svo um fleira.

18. Svars hún hastar: „Anaís mig øld kalladi; Sóróaster sóma-vís, minn sá er fadir.

19. „Hann hefur kénnda himinfrædi heimsins búum, hans, er sendir sálum gædi, svo vér trúum;

20. „Hans, er gætir alls, sem er á unn’ og veldi, hvørs bílæti sálin sjer í sólu og eldi.

21. „Fødur mínum fróda vildu fáir trúa; hann úr pínum hvørgi mildu hlaut ad flúa.

22. „Hér høfum búid átján ár í eydidølum; loksins þú oss léttir fár, og leystir qvølum

23. „Þú komst híngad, þakinn snildum, þá til máta, mig ræníngjar ragir vildu rænta láta.

24. „Medur tárum manni svinna eg mætti gegna: þú ber sár og þjáníng minna þarfa vegna.“