Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/127

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

123

5. Fjúki ljód um løg og slód, lífgi hljódin mjødur; vekjum þiód ad vidris glód, vætum blódi fjødur.

6. Vekjum svein og veiga Rein, vekjum hreinar myndir, vekjum einatt vessa grein, vekjum steina og lindir.

7. Vér forsmáum þøgn og þrá, þyljum náum sálma, streingjum háu hljómi á,hrinur bláu skálma!

8. Frægstum bjódum bauga rjód, brag í ljódum annan, sem af gódu þiggur þjód, þráfaldt hródur sannan.

9. Bidjum, mýrar bála Týr, bragar skír ad rúnum, lagi rýran ljóda vír, og lesi hýrum brúnum.

10. Kasta má eg þánka þrá, þar vid náir lenda: mun ei sá er meidmar á, mærd forsmá þríhenda.


11. Leó ódum æsir hljód, úti stód á skeidum; kallar þjód ad kynda af mód, kjalars glódum breidum.

12. Brjótar randa, reifdir brand, róa í land af vogi; þekur strandar svalan sand, sveit í andartogi.

13. Upp um rása úlfa bás, ørn þar krásin vekur; skjálfa ásar, Etna hás, til orustu blása tekur.

14. Vekja þrumur hlífa hlum, hljóda skrumi valda; Helja gúmum ferda fum, fýsist sumum gjalda.

(6*)