Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/132

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

128

51. Sóknir vara sárar þar; sig fær varid høldur; sverdid bar, en seggsins var, sundurbarinn skjøldur.

52. Vals um bý, vid vopna gný, vitkast því óhrakinn, Leó dýum unda í, upp ad nýu vakinn.

53. Núma sér í naudum er, næg þar gérist deila; kylfu ber, og brjóta fer, brøgnum kérin heila.

54. Eins og stráin, lamin ljá, lída dáid kalda, høfud náir høldum flá, hamadur þráinn skjalda.

55. Kónginn sér nú hann hjá her, handar er sá vana; híngad fer, sá heiptin skér, honum kéri bana.

56. Vard ei snotrum þróttar þrot, þóktist notum ljúka: hilmis rotar heila slot; hausa brotin fjúka.

57. Fylkir náinn fellur á; feigdin þjáir dóla; híngad þá sér Helja brá, og heingdi þráan sjóla.

58. Fellur hver, þar fyrir er, fládur berum korda; allur herinn hopa fer; hvør vill sér nú forda.

59. Høfdu fundid bana blund, bjódar mundar fanna; eptir mundu enn á grund, ein tólf hundrud manna.