Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/146

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

142

um gégnir há, þúnga bera þrauta dóma, þinna vegna eg má.

60. „Þú ef sezt í sal valdanna, sæll eg fríast þá, en þú skalt mestur mildínganna, metinn Díum hjá.

61. Númi slepti hálfum huga, høggva dái’ órór; sér hann eptir alblóduga, ødlíng, þá burt fór.

62. Vekur sína vini kæra, væn því skína ljós; rædu brýna rédi mæra, roda Gínar sjós:

63. Ad tignar-fróma fylgid stóli, frægir halir mér! jeg er Rómaríkis sjóli, rétt sem valid er.



Seytjánda Ríma.



Skal eg meiga um Skáldin nockud tala, fyrst ég er ad erja vid, óbúsæla handverkid.

2. Nafnid þad menn naumast vinna kunna, fyrir þad ad ríma rétt, sem regla verdur fyrirsett.

3. Ordfimni og æfdur leingi vani, gefur þessa gódu ment, þó geti máské fáir kent.

4. Ord og þánka alla úr hinna bókum, þegar láta þrykta skrá, þurfa slíkir jafnan fá.

5. Eins er þad um útleggíngu qvæda, ef þeckir bædi þjódmálin; þetta gerir rímarinn.