Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/147

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

143

6. Hinn er Skáld, sem skapar, fædir, málar, myndir þær í þánka sér, sem þecktum aldrei fordum vér.

7. Hann sem sér med hvøssu sjónar báli, hulda gegnum hugi manns, og háa frædi Skaparans.

8. Hann á allann heiminn til forráda, býr á haudri, himni og sjó, en hæli eckért festir þó.

9. Hann foraktar, hædir stoltan dára, lítilæckar hógvær hann, og hefur brádum leidrettan.

10. Hann í snaudra hreysi gladur kemur, þurfa mannsins þerrar tár, þótt hann eigi hafi fjár.

11. Hann í ríkra hjørtu laumast gétur, heimtir þar hins þjáda braud, og þannig honum léttir naud.

12. Ørugt rædst hann eigin bresti móti, fram svo kémur hnípinn hann, hvassa fyrir dómarann.

13. Hann sér upp til himin lyptir sala, af skærsta ljósi skaparans, skýmu grilla sjónir hans.

14. Algjørt skáldid øllu þessu veldur; en hitt er vist, vér finnum fá, fulla makt sem eiga þá.

15. Einginn máské er, né verid hefur, módur jørdu ockar á, adalskald sem nefnast má.

16. Fel eg mig í flocki rímaranna, því ætíd gét eg eins og þeir, arnar saman hnodad leir.

17. Einnig gét eg yrkjum snúid hinna, úr þjódar málum, þeim eg skil, og þarna grípur margur til.

18. En nær vil eg eigin-smídum hreifa, og skapa réttu skálda mál, skortir bædi haus og sál.