—144—
19. Kóngurinn Númi kappa medur sína, heim til Róma heldur leid, hugur þó í leynum qveid.
20. Vagna fjøldi og voldugustu herrar, koma móti kóngi þá; kérru gylta sezt hann á.
21. Básúnur og bjøllur snilli gjalla; hestar fótum hýda lód; hildíng móti sækir þjód.
22. Konan Odins kinna-rjód og føgur, ílla meidir andlit þá, økla breidum jórum hjá.
23. Hilmir Róma heim med sóma rídur, Kapitólíum kémur á, ad konúngs stóli geingur þá.
24. Hóf svo rædu; heyrid, brædnr, vinir! ordin há og eidstaf minn, er eg tjái í þetta sinn.
25. O, þér hæda hædstu gæda Díar! veitid rád og vitsku mér, vel svo ládi stjórni hér.
26. Sé hér nockur nú fyrir ockar sjónum, verdugri, svo veljid hann, og vísid oss á þenna mann.
27. Sé þad eigi, ydar feginn vilja, eptir hneigja eg skal minn, og þá segist Kóngurinn.
28. Ad eg þjódum þessum gódum efli, dygdir,gædi,gnægtir,frid, gefid,hæda Díar, þid.
29. Því næst sjóli sezt á stólinn háa; krónu fól nú høfud hann, um hana sólin flóa brann.
30. Tída skrúda tignar prúdum sídan, glódum Udar um vafinn, ad sér hlúdi kóngurinn.