—145—
31. Veldis háan hirda náir sprota; toppi á, þeim efstur var, arnir sáust gullsteyptar.
32. Vængjum bada velskapadar fjórar, arnir þadan ofan frá; ýsu tradar ljósin gljá.
33. Nú hafa prestar næsta mest ad starfa; uxum flestu offra þá, eigi bresta lømbin smá.
34. Innýflin þeir ad því sinni skoda; þjódin hinna þar í hjá, þøgn alsvínna rækja má.
35. Uns ad prestar upp sig hrestu í máli, allra mestu audnu spá, og árum bestu þadan í frá.
36. Orgar þjód í einu hljódi og qvedur, þennan ljóda lofsaunginn: Lifi gódi kóngurinn!
37. Númi lifi! Númi þrifum klædist, hædstur yfir ekru lands! aldrei bifist veldid hans!
38. Þackar gramur gæfusamur meingi, geck svo heim í herbergid, hefd og seimi tekur vid.
39. Af megin-sjódi milli þjódar snaudu, (mildi góda metur hann), mjóli Fróda sálda vann.
40. Eitt sinn tíginn elda dýa stjóri, einn um bý med aungvan reck, í Egeríu lundinn geck.
41. Létti huga hans; um buga skóga, qvøld-andvarinn ida er, vid eikurnar hann leikur sér.
42. Fugla hreinu hljódin einatt tóna, fløgta greinum ýmsum á, aflid reyna vængja smá.