Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/150

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

146

43. Hinir úngu í hópum súngu qvædi, eldri kúra qvistum á, kjósa dúrinn væra ad fá.

44. Númi leingi í lundi geingur frída; daga hinna heldur þá, hetjan minnast gjørir kná.

45. Lind þar eina lítur reynir fleina; vatnid hreina þyrstur þar, þrotinn meina’ ad vørum bar.

46. I lundi háum heyra náir sjóli, vatna bunu hollri hjá, hvella duna røddu þá:

47. „Þú daudlegur, því vilt tregur voga, mína hreina ad lepja lind? ljótu meini veldur synd.“

48, Númi stansar næsta; hans er gáta, ad runni smáum rádi þar, regin-háu dísirnar.

49. Vísir segir: vita ei eg mátti, ad vatnid eigir, Gydjan gód! gét eg slegid því á lód.

50. Aptur svarast: eg þér, hari, leyfi, á vatni drýgja vøkvun þér; en vit ad Díar búa hér.

51. Egeríu á eg fría heiti, enn minnid nauma máské brást,mig í draum þú fordum sást.

52. Lýtur nidur ljúft og bidur sjóli: síst er lidin minni mín’, myndin, idu dísin, þín.

53. Leyf eg fái líkhams sjá med augum, ímynd háa ennú þín, ædsta láar Gydjan mín!

54. Géf mér rád med rausn og dád ad stýra, lindar día ljóminn, hér, landi því, þú skeinktir mér.