Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/151

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

147

55. Gydjan segir: sjá mig eigi máttu; en þegar vandi á efnum er, adspyrjandi komdu hér.

56. Eg skal vara veldi hara meinum, ætíd svara ædstum beim; og nú far þú burtu heim.

57. Heim géck Baldur hædstu valda stóla; þókti betur þessi før; þar af gétur ædri kjør.

58. A øllum qveldum ødlíng heldur vana, þeim, til kéldu ad þoka sér; þadan veldis rádin ber.

59. Ad þeim rádum átta skrádi bækur, bædi um løg, og lærdóm þann, í løndum mjøg er tídkast vann.

60. Svo framlída sældar tidir frídar; hilmir, stríd sem hata kann, heima bída spakur vann.

61. Því í lyndi leikur yndi og fridur; lofdúng setur landvarner, Leó gétur stjórnad her.

62. Strídsmenn flesta stýrir mestur þjóda, lætur plægja lønd og sá, lucku hagir vara þá.

63. Skal hann fá í fridi þá ad búa, hédan í frá? eg held þad vart; háttum sjáum brugdid snart.


Atjánda Ríma.



Fer ad hlýna mold og mar; munum reyna ad færa, edla Gínar álglódar, yrki mín sem heitid var.

(7*)