Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/16

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

12

flocki meya, líka bylgju blóma rjód, barnshafandi freya.

46. Inn í stadinn ýta hvur, otar hvøtum fæti, lætur rada Rómulur, reckum þá í sæti.

47. Tignar rædur tróni sá, til hans augun voga, lofdúngs klædum logudu á, ljósin Elivoga.

48. Þegar hann setst í sætid há, svipadi þadan ótti, vaxtar mestur manna sá, mildíng vera þótti.

49. Hann ólútur leit um her, á lægri skør er sitnr, dymt og þrútid andlit er, augun snør og bitur.

50. Veltir þannig fjalli frá, fálkinn sjónar vølum, þar sem fann hann fugla smá, fløgta í grónum dølum.

51. Géfur bendíng hilmir hár; hana Rómar vidur, taka í hendur sverdin sár, og sýngja skjóma-qvidur.

52. Byrja slag og þrætur þá, þræls ad háttum vestum, konur draga og dætur frá, djarfir sáttum géstum.

53. Sabiníngar sjá þad rán, svipar brúnum nidur, viknir híngad vopna án, vóru og búnir midur.

54. Taka fángbrøgd fjøndum á, fyrir líf