Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/165

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

161

61. Døcknar skinn, sem følni fis, farfar minnur prýda, slocknar svinna brúna blis, blómstur af kinnum skrída.

62. Heiptar bláa Helja fer, hønd um náinn draga, fari hún þá, sem audid er! ei mun tjá ad klaga.



Tuttugasta Ríma.


Alskínandi Idun, þú, sem epla geymir kjarna, nærdu í anda alinn nú, ockar fjøldann barna!

2. Þau eru nauda, nakin, smá, nøturleg og møgur, varna dauda máské má, módur-epla løgur.

3. Þau ad sida næsta nú, naudsyn líka brýnir, því þau ida eins og þú, og Odins fuglar mínir.

4. Best mun vera fóstur fá, fæddu børnum smáu, mána hvera meidi hjá, ment sem stundar háu.

5. Fjølnis svalan ferda ólm, sem fleytir grídar vedur, stefna skal í Styckishólm, stálpud børnin medur.

6. Bid þeim taki tignar mann, Thorlacius frægur, þau svo qvaki þar vid hann, þrátt um vetra dægur.