Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/17

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

13

ei vakta, en sverdin gánga gégnum þá, guma hlífar nakta.

55. Grátur qvenna óhljód øll, yfirgnæfir hinna, þeirra menn og fedur føll, fá og æfi linna.

56. Rómar eira aungvu meir, undir fá ad svída, fljódin keyra í felur þeir, en fella þá sem strída.

57. Bani því er búinn hveim, sem brúda þvíngar skadinn, sumir flýa færdir heim, svívirdíngar stadinn.

58. Pompíl segja førum frá, fyrst þar harnar ýma, qvinnu eigin nam ad ná, þar Nídíngarnir glíma.

59. Kémpan hrund á handlegg ber, húsid flúid gétur, eptir skundar honum her, heppnast nú ei betur.

60. Honum rífa frúna frá, fast ad herda leidir, af einum þrífur ødlíng þá, eggjad sverd og reidir.

61. Leiptradi bláa Blinds-eldíng, budla þá í høndum, nidur sáir hann í hríng, hlífa gráum fjøndum.

62. Sár af boga flugum fær, fylkir og þó stendur, en hvør sem vogar honum nær, Hárs er loga brendur.

63. Sókn uppgéfa þrælar því, þeingill fljód án skada, sína vefur innan í, arma blódlitada.