Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/21

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

17

8. Med þér flykkjast myrkur ljót, og myndir verstu drauga, þegar þitt dregur sindur-sót, sjónar kringum bauga.

9. Hati þig sérhvør hugmynd qvik, á himni, sjó og landi, aldir, daga, og augnablik, eisa full af grandi.

10. Hvørki um þig eg þarf né vil, þetta qvædi leingja, þú varst enn þá ecki til, í orustum minna dreingja.


11. Þegar dagsins bláa brá, breytir háttum tíma, sólin stígur sjái frá, søckur þá hún Gríma.

12. Kérling Hildur kallar þá, kappa ad rísa á fætur, á haukastødum blisin blá, Bølverks qveikja lætur.

13. Hrafnar sig um sóknar leir, saman í hópa kalla, raupa af, ad þecki þeir, þá sem eiga ad falla.

14. Ernir koma og eiga þíng, augna hvassir hlacka, kreppa allar klær í hríng, og kríngja gogginn blacka.

15. Tíma og stadi vargur veit, veidin kitlar góma. En Tasi kóngur sinni sveit, sigar ad hlidum Róma.

16. Fólum þeim er fyr í høll, freyum rændu veiga, býdur hann út á breidan vøll, brúdi Hédins eiga.