—18—
17. Rómúl brennir reidin heit, rædst til vopna fimur, kallar hann hátt á sína sveit, sala hvelfíng glymur.
18. Fram á Rómar vada vøll, víga sig til búa, vopn á lopti eru øll, eggjar ad holdi snúa.
19. Sabiníngar hefja um hjall, hildarleik med ergi, rydjast eins og fossa fall, fram af hvøssu bergi.
20. Blódid nidur í flóa flaut, fyrir sára nødrum, hníga menn í heljar skaut, hvør á fætur ødrum.
21. Sókti leingi sverda hret, sveit í hlífum gráum, undan eingin fetar fet, fyllist vøllur náum.
22. Svona lætur reisug Rán, reidar dætur herja, á jardar fætur fridar án, og fjalla rætur berja;
23. Hún vill rydja ríkis þraung, og ráda heimi øllum, hennar idja er harla straung, en hart er ad berja á fjøllum;
24. Vekur hún drauga djúpi frá, dragast haugum saman, þeir sem lauga bjørgin blá, og blaka þaug í framan.
25. Ecki þokast þó úr stad, þau né hrædast voda, Ránar hroka hædast ad, og hrista af sér boda.