—19—
26. Þannig herinn beggja berst, Blinds í helliskúrum, stendur hver þar fyrir ferst, føstum líkur múrum.
27. Heila fálma húsum ad, høggvopn, fífur, genja, brotna hjálma bord vid þad, brandar á hlífum grenja.
28. En þar sem stendur hildur há, heit í dreyra idum, sjá menn qvendi í flockum frá, fara borgar hlidum.
29. Þær sem rændar vóru vid, veitslu spjøllin Róma, sjá nú bænda sinna lid, sundrast fyrir skjóma.
30. Æda og hljóda út á vøll, ákéfd drýgir tregi, hrædast blódug bodaføll, og branda gnýinn eigi.
31. Flakir hár, en flóa tár, fadmar sundur sleyngjast, gegnum fár og unda ár, inn í fylkíng þreyngjast.
32. Æpa, kalla, og eggja klid, yfirgnæfa í hljódum, høndur fallast hinum vid, Hárs er kynda glódum.
33. Þannig hljómar þeirra mál: „þér menn, brædur, fedur! sløckvid Oma brádheitt bál, blóds tilfinníng medur!
34. „Þér sem strídid vegna vor, vitid þid hvad nú gérid? eitrud svída eggja spor, ockar líf þid skérid!