Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/24

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

20

35. „Vorir menn, sem festu fljód, fedur ad velli leggja, og brædur; enn vér berum jód, af blódi hvurutveggja.

36. „Hví svo blódug brjósta mein, búa ockur viljid, beggja þjód er ordin ein, athugid þad og skiljid.

37. „En ef þyrstir ydur í blód, og á þad svo ad vera, ockur fyrst skal eggin rjód, allar sundur skéra.

38. „Yfir vadid ockar ná, og þau jód sem leynast, svo þar hladid ofan á, yckur daudum seinast.“

39. Hernum fallast høndur þá, hremsan stadar nemur; sverdid hallast høggi frá, hik á spjótin kémur.

40. Fljódin herda fremur á; fadm ad mønnum breida, locka sverdin ljót þeim frá, og lauma þeim til skeida.

41. Kóngar bádir koma á tal, kost þann fridar géra: þjód í nádum þeirra skal, þadan af samein vera.

42. Þeir skulu jafnir tignar tveir, á tróni einum ríkja, hers med safni sáttir þeir, svo til borgar víkja.

43. Tasi geymir landsins løg, til líknar snaudum kémur, situr heima mildur mjøg, mál og deilur semur.