Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/25

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

21

44. Stjórnar hyggju sinnir fá, sidum eigi breytir. Dóttur tiggi tíginn á, Tasía meyin heitir.

45. Var ad sønnu frúin fríd, en fegurst þó ad sidum, þocka mønnum baud svo blíd, sem brosi sól ad vidum.

46. Rómúls undra idin hønd, eirdi ei kyrdar høgum, sig hann undir lagdi lønd, og lifdi í sverda sløgum.

47. Døglíng líka dóttur á, um drós vér tølum sídar, henni víkja hrafnar frá Hárs, og fløgta vídar.

48. Nú skal inna nockud frá, Núma: sveinninn besti, fædist sinni ættjørd á, upp med Tulli Presti.

49. Sínum hlýdinn vini var, vitsku og dygdir nemur, andlits prýdi einginn bar, úngum manni fremur.

50. Farfinn rjódi og húdin hrein, hægt í fødmum láu, hjartad góda gégnum skein, glerin hvarma bláu.

51. Svo er væni vidur sá, er vøkvar qvikur beckur, dala grænum grundum á, gródur megnid dreckur.

52. Fagurlitur blómstur ber, beinn í skrúda sléttum, øllum þytum vinda ver, valid skjól af klettum.