—23—
þiki ad lúka, himins bodid heyrum klárt, hlýdni krefur mjúka.
63. Følna Núma fagrar brár, følskvast sjónar eldur, fljóta þau hin þýdu tár, sem þacklát ástin géldur.
64. Sveininn klerkur sér vid fáng, sídan þadan teymir, ofan í læstan undirgáng, ad sem lykla geymir.
65. Setur hann fram tvø silfur-kér, segir: þú mátt finna, foreldra beggja aska er, í hér hulin þinna.
66. Þeirra kærar moldir mátt, minnast bljúgur vidur, þau frá sælu sølum hátt, sjá til ockar nidur.
67. Rodnar Númi og þeigir þá, þánkar túngu fjøtra, ljúfum rennir augum á, ílát moldar tøtra.
68. Astar fadmar hjartad hlý, høndin mjúka og sára, sjónar steinar synda í, sætum lækjum tára.
69. Tullur rétti Sveini sverd, segir túngan fróma: láttu þetta fylgja ferd, fadir þinn átti skjóma.
70. Aldrei lét hann heiptar hønd, hvessíngs eggjar brýna, med því vardi’ hann lífid, lønd, og loksins módur þína.
71. Hafdu, vinur! sama sid, sverd þá reidir