Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/28

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

24

høndum, Gudina þá eg géfa bid, ad grand þad vinni fjøndum.

72. Hér er líka lockur klár, leingi geymdan hefi, þad er módur þinnar hár, þigdu nú eg géfi.

73. Númi hirdir hár og geir, hæglyndis med tárum, sídan gánga þadan þeir, þrútnir ástar sárum.

74. Burtu Númi búast hlaut, bestu fær hann týgin, fylgir honum framm á braut, fóstri ára hníginn.

75. Þar sem skilja skulu á, skógar grænum haga, høfud-prestur hollur þá, hóf svo rædu laga.

76. “Hér þó ockar skilji skeid, skal mig sorg ei buga, en framm á þína leingri leid, léttum fleyti’ eg huga.

77. Því eg hrædist þinn úngdóm, þørf er fyrirhyggja, þegar þú kémur þar í Róm, þúsund snørur liggja.

78. A þínum aldri eingan vin, áttu er treysta megir, þeirra ást er yfirskyn, sem aldur og reynslan fleygir.

79. Vellyst holds er vodalig, vid hvørt tækifæri, vill hún fadmi vefja þig, en varastu hana, kæri!

80. Þann sig hennar vélum ver, virdi eg