Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/29

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

25

kémpu frída, vidqvæmt hjarta veikast er, en verdur þó ad strída!

81. Ljáirdu henni lausan taum, þó lítid virdast megi, freistínganna fyrir straum, færdu stadist þeigi;

82. Sofnar þú í gøldum glaum, en glatar dygda vegi, þó er tídin náda naum, á næsta máské degi.

83. Vidur sálar veinin aum, vaknar beiskur tregi, værdarlaus í vøku og draum, verdur svæfdur eigi.

84. Því vid sérhvørt fet þú fer, fram á lífsins skeidi, hygdu ad hvørt þad hæfir þér, en hata dramb og reidi.

85. Heidradu þeirra háu stétt, (fyrst heimsins þad er sidur) en láttu hinna lægri rétt, lída þar ei vidur.

86. Vitsku og dygd ad vinum þér, veldu systur bádar, leitadu hvad sem forma fer, fyrst til þeirra ráda.

87. Hamíngjan býr í hjarta manns, høpp eru ytri gædi; dygdin ein má huga hans, hvíla, og géfa nædi.

88. Vidqvæmnin er vanda kind, veik og qvik sem skarid, veldur bædi sælu og synd, svo sem med er farid.

89. Lán og tjón—já líf og mord, lidug

(2)