Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/30

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

26

fædir túnga, því er vert ad vanda ord, og venja hana únga.

90. Heidradu þann sem hærum á, hrósar døgum sínum, vertu einkum vífum hjá, vandur ad ordum þínum.

91. Vondum solli flýdu frá, og fordast þá sem reidast, elskadu góda, en aumka þá, afvega sem leidast.

92. Heyrdu snaudra harma raust, hamladu sjúkra pínum, vertu øllum aumum traust eptir krøptum þínum.

93. Ræktu þessi rádin fá! ræktu dygdir æfa, svo þó eg þér fari frá, fylgi þér heiløg gæfa.

94. Hér er loksins lítid bréf, lesa máttu skjalid, Tasa kóngi á hendur hef, hérmed eg þig falid.

95. Veri’ á þínum vegum nád, vermi brjóstid fridur, Túllur eptir ord svo tjád, ástvin skilur vidur.

96. Númi finnur sára sút, sem søknud fylgir barna, breidir leingi arma út, eptir þeim burt farna.

97. Sídan upp á hvítan hest, hladinn gódum týgjum, halur næsta hljódur setst, og hvatar á gøtum nýjum.

98. Fákurinn rann sem fyki ský, fyrir hvøss-