Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/31

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

27

um vindi, átu hvørjar adra því, eikurnar med skyndi.

99. Allt á ferd og flugi var, fjøllin hrærdust stóru, hólar, borgir, hædirnar, á hlaupi allar vóru.

100. Lidu upp úr lopti blá, landa sjónir hinar, en fósturjørdin faldist þá, fyrir augum vinar.


Þridja Ríma.



Módur-jørd, hvar madur fædist, mun hún eigi flestum kær? þar sem ljósid lífi glædist, og lítil skøpun þroska nær.

2. I fleiri lønd þó feingi dreingir, forlaganna vadid sjó, hugurinn þángad þreyngist leingi, er þeirra føgur æskan bjó.

3. Mundi’ eg eigi minnast hinna, módurjardar tinda há, og kærra heim til kynna minna, komast hugar flugi á?

4, Jú, eg minnist, fóstra forna! á fjøllin keiku, sem þú ber, í kjøltu þinni qvøld og morgna, qvikur leikur muni sér.

5. Um þína prýdi ad þeinkja og tala, þad er tídast gledin mín, í høgum frídu hlýrra dala, hjørd um skrídur brjóstin þín.

6. Smala hlýdinn hjardar fjøldinn, heim ad líd-
(2*)