Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/32

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

28

ur steckonum, þar eg síd á sumar-qvøldin, sat í vídir-breckonum.

7. Fóstra! já mér féll í lyndi, fadmi á ad hvílast þín, bygdi eg þá med æsku yndi, ofur smáu húsin mín.

8. Þau vóru full af audi ørum, í eckert lánga þurfti meir, allskyns gull og faung úr fjørum, fluttum þángad brædur tveir.

9. Tíndum vær, þar grundin gréri, grasa blómin lita-skír, þau í skæru skélja kérin, skadlaus komu, en voru dýr.

10. Skipta fínum skérfi mátti, skyldi þeigi munur á, þúfur sínar sérhvør átti, sem ad eyar voru þá.

11. Vid med yndi fridar festa, fénadar þá oss skortur var, vorum kindur, kýr og hestar, ad kroppa strá um eyarnar.

12. Firtir naud vid faungin undum, flest ágæti vard ad bót, þó af audi ockar stundum, urdu þrætu malin ljót.

13. Einvíg þreyttum huga herdir, handa neyttum máttar þá, og med beittu sviga-sverdi, sárin veittum eigi smá.

14. Hér á landi eg þó uni, øllum þrautum lángt er frá, en sárþreyandi mænir muni, módur skautid hvíta á.