—29—
15. Vegurinn lídur, vér oss flýtum, (vid mig sídur fyrtist þér), Númi rídur á hesti hvítum, hann var ad bída eptir mér.
16. En af því Nótt hún elti hestinn, undan hann ei komast má, blundur hljótt þeim góda gésti, gistíng vann ad bjóda þá.
17. Þar sem streymir lækur létt um lund, hinn módi sofna fer; hvad hann dreymir hér í fréttum, hef eg ad bjóda, vinur, þér.
18. Vagn af tveimur drekum dreginn, drauma sjónir fyrir brá; situr í þeim sem sól nýþvegin, Seres dísin tignar-há.
19. Høfdi yfir hans er sefur, himinvagninn nemur stad, skýin bifast, gydjan géfur gætur ad hal og þannig qvad:
20. „Þér eg ann og yfir vaki, allar stundir, sveinninn kær! ad ei manninn meinin saki, medan grund á dvalid fær.
21. Hvad umbidur, vil eg veita, velja máttu strax um þad,“ þóktist lidugt bænum beita, bauga Týr og þannig qvad.
22. Vísdóm mér í hjartad háan, heiløg módir! géfdu þá, Túllur sver, ad sá sem á hann, sérhvørn góda skuli fá.
23. Númi hverfur allt í einu, ædstu sala guda til, og Minervu himin-hreinu, heyrir tala vísdóms skil.