—30—
24. Helst á því hann hefur vilja, hana sjá, ef mætti þá, en gyltu skýin guddóm hylja, gégnum má ei augad ná.
25. Heyrnar kraptar hans ei þoldu, helgar raddir leingi; því nú er hann aptur nidri á foldu, nockrum staddur skógi í.
26. Vafin líni vatna freya, vinleg situr stóli á, høfudid sýnist hýrleg beygja, hans ad vitur brjósti þá.
27. Hún í yndi innvefjandi allar myndir hugarins var, hjartad bindur hins undrandi hjávist lindar-gydjunnar.
28. Númi frétti um freyu heiti, frá sér því hann numinn var, umgjørd kletta andsvør veitir: Egería, lætur þar.
29. Númi vaknar, aleinn er hann, og þar lá í runnonum, æ hann saknar, eckért sér hann, eptir af háu Gydjunum.
30. Drauminn grundar dreingur frídur dagsins fróm hann leidir hønd, á fætur skunda fer og rídur, fram í Róma kémur lønd.
31. Hljótt er allt í audu landi, úngbørn smá, og menn í kør, eiga kalt í aumu standi, eckjur þrá sín mistu kjør.
32. Ei er hreinum hjørdum settur hagi; firdur blóma sá, á akra reinum arfi sprettur, einginn hirdir kornin smá.