Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/38

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

34

60. Maské kærri bønd oss báda, betur saman teingi hér, krónu skærri ríkis ráda, reifdum frama ann eg þér.

61. Fljódid vitra fødurs góda, fulla meiníng skilur þá; kinnar litar rósin rjóda, sem renni hreinan blód í snjá.

62. Lýsti ad sveini ljósum brúna, leit hún eigi fegri mann, því í leyni lifna núna, ljúf tilhneigíng ásta vann.

63. Géfur sídan svørin frídur, sólar vídis stafur hinn, lofar ad hlýda í þeli þýdnr, því sem býdur kóngurinn.

64. Ødlíng hneigir ord án kala: yfir-skyn eg vil ei sjá, hirdum eigi um hlýdni ad tala, hótin vina minnumst á.

65. Atti eg leingi ríkjum ráda, en raunin skást þess vitni ber: mig hefur einginn hrædst, en háda hugar ást eg gjørdi mér.

66. Bý eg enn vid sømu sidi, sinn hefur máta valid hvur, vid alla menn eg midla fridi; en mikilátur Rómulur

67. Aframm keyrir ótta svipun, undirsáta vora í stríd, lúta þeir hans þúngu skipun, þar til láta fjør um síd.

68. Uti’ er hann, og orustu fremur, Antemnata kónginn vid; finna þann, nær þadan kémur, þá sem hvatast skulum vid.