Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/39

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

35

69. Þad hann sigri, efar eingi, aldrei kémpa frægri var, búin vigri á orustu eingi, undir hempu Sigmundar.

70. Þegar fleins í grimmu gøllum, geingur ad mordi þjóda sá, hann er eins í hernum øllum, hann ei fordast nockur má.

71. Vaxtar hár og harla digur, hristir ótta brúnum frá, svartur á hár og hermannligur, hefur þrótt, svo furda má.

72. Ordróm flytur afreks verka, undir tjaldi vinda lid, því høfudid vitra og høndin sterka, hvíldar aldrei þurfa vid.

73. Hann á dóttir, Hersilía, heitir þeingils drósin kær, þar um fljótt má fréttir drýgja, fegri eingin skapast mær.

74. Kærleiks leita Kørmt vid bauga, kóngar dýrir vítt um heim, en stoltu beitir brúdir auga, og baki snýr vid øllum þeim.

75. Bøn til skædu eggja anna, um sig slædir hlífum grá, hjálmur klædir høfud svanna, høndin rædur sverdi smá.

76. Frúin rídur fødur medur, fram í stríd á vøldum jór, vopna hrídin hugann gledur, heila snídur margan kór.

77. Þegar ei hendur hrotta beita, hún er ad varast fremur þá, því ástar tendrar elda heita, allra þar, sem brúdi sjá.