Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/40

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

36

78. Hvør sem lítur blómid bjarta, bara er frá sér numinn, enn, um ást ei hlítir heita ad qvarta, hún forsmáir alla menn.

79. Þér eg inni søgu sanna, siklíng ríka og brúdi frá, feginn minnast mannkostanna, mundi líka, ef vissi þá.

80. Þú einrádur úr mátt skéra, efnum nú og velja frí, heima í nádum hjá oss vera, hans eda búa tjøldum í.

81. Hetjan segist heima bída, og hilmi eigi skiljast frá, honum feginn fylgja og hlýda, fyrst þeim megi kosti ná.

82. Tasía heyrir hvad hann segir, hugar sprettur vonin mild, stúlkan eirir því og þegir, þad var ettir hennar vild.

83. Númi er heima nockra daga, nádum undi og fordast glaum, en eitt sinn sveimar út um haga, og er ad grunda þar sinn draum.

84. Heyra fær nú hlynur fleina, hvar um býinn reynir fet, ad skógur nær vid elfu eina, Egeríu lundur hét.

85. Lifir í minni lindar-freya, er líta vann í draumi þá, í skóginn inn nam brautir beygja, bestur manna, og lundinn sá.

86. Lék andvari ad laufa flugum, lifna sæla gledin kann, skógar hvar í breidum bugum, býr indæla náttúran.