—39—
12. Nú hef eg lýst þeim; leingra og meira, letra mætti um bádar þær, ef menn fýstí á ad heyra, en eg hætti — þad er nær.
13. Númi undi leingi í lundi, leidir sveigir hér og þar, lítur hann sprund, hún lá í blundi, lík Skjaldmey ad búníng var.
14. Høfudid ljósa lagt hún hefur, létt á skjøldinn; vánga hjá, hjálmur drósar, hýrt er sefur, hulinn øldu stjørnum lá.
15. Hárid bjarta brynju þekur; í bylgjum gyltum nidurflaut, allt hvad hjartans undrun vekur; augun fylti brúdar skraut.
16. Spjót eitt undir hefur hendi, hún í dúni skógar lá, ljósid Þundar ljóma sendi, linda túni meyar frá.
17. Svona í drauma dái liggur, Día ljóminn, Freya ber; þángad laumast Loki hyggur, og lágt í grómi falinn er.
18. Flakir um bríngu og meyar maga, men brísínga hálsi frá, blódshræríngar léttar laga, liljur kríngum brjóstin smá.
19. Svefninn býr á augum úngum, eru þau hýr, þó felist brá, raudur vír á vánga búngum, vefur og snýr sig kríngum þá.
20. Sig innvikla í rósum rørum, raudu taumar æda blá, litir sprikla létt á vørum, og laga drauma brosin smá.