Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/45

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

41

30. Hvør ert þú, hinn heimski reckur, hér sem vogar leyna þér? djørfúng sú þér hvørgi hreckur, høggva og ad spilla mér.

31. Væri eigi vansi fljódi, vopnlausan ad myrda svein, skyldi þveginn brandur blódi, bana kanna láta mein.

32. Númi segir: gydjan glæsta! guddóm augad þinn nær sá, eg vard sleginn ótta næsta, innstu taugar gégnum þá.

33. Féll eg nidur, fætur eigi, feingu borid líkamann, og nú bid eg forláts feginn, flýta sporum hédan kann.

34. Návist há þín hjartad sýkti, hverf eg frá og þig tilbid; svarar þá og málid mýkti, mærin smá og brosti vid:

35. Heidur veita himin-Día, hladinn ótta ei þarftu mér, vit: eg heiti Hersilía, heppin dóttir Rómuls er.

36. Sverdi nú á skjøld hún skéllir, skari sveina kémur þá, med fagurbúinn fák á velli, frúin hrein þar stígur á.

37. Líkt og tinda sal frá sendur, svipu vindur jórinn rann, nærri blindur Númi stendur, næm ímyndun fjøtrar hann.

38. Hann ófridar þánkar þreyta, þola vid svo hvørgi má, blódid idar ofurheita, æda nidur um læki smá.