Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/46

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

42

39. Til hlaupa tekur hetjan móda, hvatast kémur inn í Róm, feril rekur fáksins góda, fljóda sem ad rídur blóm.

40. Til hann vendir Tasa sjóla, titrar andi, føl er brá, og þar stendur sjóar sóla, Sjøfn skínandi kóngi hjá.

41. Hún til kynna kóngi géfur, komu snara Rómúlar, sigurinn því høndlad́ hefur, hetjan þar sem randir skar.

42. Ad allt til reidu sé, hún semur, Sigtýr kjóla vidur þá, þegar heidur krýndur kémur, Capítólíum gramur á.

43. Núma sér hún, þennann þeckir, þeingil spyr hvad manna var, hilmir ver þess hana ecki, hugar kyrr og géfur svar:

44. Sveininn góda (svona tér hann) til sonar valid hef eg mér, af kónga blódi ockru er hann, og erfa skal mitt sæti hér.

45. Númi stendur farfa følur, fæstu gat ad veita ans, en nú sendi sjónar vølur, silkifata jørd til hans.

46. Farfa snaudum hitnar heldur, hrínga Audar móti brá, litur raudur líkt og eldur, logadi og saud um kinnar þá.

47. Skjøldúng sá hans skipti lita, en skilur eigi hvad til ber, því ellin gráa ástar hita, eingannveginn leingur sér.