Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/47

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

43

48. Alinn heima (hilmir tjáir,) hinn ágæti sæmdar mann, enn er feiminn, sem þér sjáid, sú mun bætast fávitskan.

49. Nærgætnari seima sunna, sá hvad úngum manni leid, lofdúngs svari létst þó kunna, lyndis slúngin bauga heid.

50. Hún ad vana hugann stilti, en horfdi á mann er fegurd ber, eins og hana einu gilti, ástir hann þó festi á sér.

51. Býst nú snúdug burtu sæta, brjóstid leynir fegurd manns, en í því brúdar augun mæta, edalsteinum brúna hans.

52. Hvarmbragd eitt (þad undrum veldur) innstu svífur gégnum taug, þad var heitt— ó þad var eldur! þadan líf og kraptur flaug.

53. Núma hjartans von þad vekur, vænstu hreifir gledi því; en mærin bjarta med sér tekur, mynd hans reifum kærleiks í.

54. Burt er frúin; bestur dreingur, bænir qvaka í leynum má, sá er ei nú hinn sami leingur, sefur og vakir brúdi hjá.

55. I ástar flasi fremd þó bresti, á fljódi nærir sál og géd, gleymir Tasa og Túlli Presti, og týnir værum dygdum med.

56. Daud eru rád og dofin hyggja, dugur tekinn líkams þver, girnd áfjád vill brjóstid byggja, burt hún hrekur allt frá sér.