Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/50

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

46

75. Naut hid mesta vørdur valda, í vala fjøllin hremmir grá, tuttugu prestar hræddir halda, horna trølli velli á.

76. Vødva gróinn krapta kéndi, klæddur brynju sjóli var, uxann dró í einni hendi, ad altarinu og feldi þar.

77. Barkann snídur bola felda, benja grídur Rómúlar, klerka lýdur offur elda, ad honum sídan kyndir þar.

78. Þegar eldir offur-báli, ødlíng skundar ranni frá; kallar heldur hvellu máli, hers þúsundir sínar á.

79. Eitt þó land vid vinnum, vinir, (vekur hann beimum þannig svar) ótal fjandar ockar hinir, eignir geyma veraldar.

80. Mørg eru enn í Italíu, ósigrud hin føgru lønd, sverdin spennum svo ad nýu, signi gudinn vora hønd.

81. Hvíld þó finni fólkid blída, fyrr en búist menn í slag, børn og qvinnur fadma frídar, fáid þér nú í allan dag.

82. Marts á velli ad morgni allir, mætumst vér í hildar kjól, horna gélli hljómar snjallir, úr hafinu ber þá stígur sól.

83. Móti þjód, sem Marsar heita, munum strída verda enn,vid ógóda er þar ad þreyta, þeir eru grídar hraustir menn.