Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/55

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

51

33. Tasi gengur heim í høll, hans og frændi tíguglegur, herklædi sín aldinn øll, á sig þar hin fornu dregur.

34. Dóttir hans hin dýra sá, drengi búna rønd og sverdum; henni vid í brúnum brá, bjóst hún ei vid þessum ferdum.

35. Silfur beltis Þrúdi þá, þúngt í hugar gjørdist leynum; hetjan velti henni frá, hálf-naudugur sjónar steinum.

36. Fødur sínum féll um háls, fljód, og qvad med trega sárum: „viltu nú í vinnu stáls, vopna þig á grafar árum?

37. „Hvør á ad vernda land og lýd, líkna snaudum, hugga þjáda, ef þú dregur út í stríd, sem allir qvedja fyrst til ráda?“

38. Gamall kóngur grét og hló, gódri dóttur kossum tærdi; hjálminn yfir hærur þó, hrædilega þúngan færdi.

39. Númi út um hallar hlid, hljóp, en kóngur fetar eptir; úngur þolir ecki vid, en ellin gamlar fætur heptir.

40. Númi hérød yfir øll, ædir líkt og hvirfilbylur, út er hann kominn einn á vøll, ádur enn Sól vid rúmíd skilur;

41. Leid nú hún svo létt úr mar, á ljósa brúnir steypti glódum; fagurbúnar fylkíngar, flyckjast núna á vøllinn ódum.

(3*)