Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/56

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

52

42. I Kérru rída reckar sjá, Rómúl prýdi skrúda þakinn; vid hans sídu lángur lá, laus vid hýdi brandur nakinn.

43. Hersilía blómann bar, búin týgjum gulli føldum; sýndist því hjá sveitum þar, sem sól í skýa fljóti øldum.

44. Vagni situr vífid á, vafur loga búin flóa: deili lita mangi má, meta, þar sem týgin glóa.

45. Tasi rædir ríkur vid, Rómúl þá, og Núma leidir: „ebli gædin guda lid, Gøndlar láin þar sem freydir.

46. „Eg med mínum frænda fer, fellirs brýna eggjar gladnr; hér eg sýni sveininn þér, sørfa týnir verdur madur!

47. „Kémpan fríd er kóngborinn, krónu mína skal hann bera; hann vill prýda herinn þinn, og hjá þér fyrst í skóla vera.“

48. Þannig rædir Rómulur: Rétt velkominn sveinninn dýri! hann á svædi sidlátur, Sabínínga Fylkíng stýri.

49. En ad hlífa øldnum þér, ættir þú fyrir hrídum sverda, ef orustu ýfir mátt med mér, margt um ríkid kann ad verda.

50. Þegar standa þessi rád, og þarf um bót ad tala fremur, tárfellandi tvinna lád, Tasía móti sjólum kémur.