Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/59

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

55

69. Honum líkur herinn er, hvar sem strýkur foldu yfir, undan víkur ódum sér, ógnum slíkum hvad sem lifir.

70. Þar sem voda lid um lád, ljóns í ædi tryltu geingur, undir trodid akra sád, einga fædu gefur leingur.

71. Skógar brotna, skadast jørd, skjólin þrotna flestu vidur, mordvopn drottna hollri hjørd, húsin gotna fellast nidur.

72. Landa búar verda vid, vinnu sína og eignir skilja, því þeir flúa hid leida lid, og lífinu einu bjarga vilja.

73. Sakalausum leingur þá, løg né skyldur ecki hlífa; hvad sem kaus og hirda fá, hjartadaudir menn aflífa.

74. Þannig geingur þvílík ferd, þar sem styrjar flockar sveima; hún er engrar æru verd, eydileggíng vorra heima.

75. Lída vegir léttfetans; lofdúng Rómaborgar kémur, vestanmegin Marsalands, vid módu eina stadar nemur.

76. Tjøldin reisa þjódir þá, þétt med veggjum stofu ála; Gjálpar eisa glóir á, gyltum húnum dúka-skála.

77. Um dægramótin sveitir sjá, sína ferd á báti géra, yfir fljótid ýta þrjá, sem Ør í vinstri høndum bera.