Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/60

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

56

78. Skál af tré í hægri hønd, hafa þeir, og Rómul finna, falla á kné og vekja vønd, vina málin landa sinna.

79. „Marsar bjóda þannig þér, þýda qvediu, drottinn Róma! allt hid góda, er eigum vér, ødlast skaltu, tign og sóma.

80. „Ef menn vanda vina mál, vid oss, þeim vér hollir erum, og þeim til handa þessa skál, af þørfum kosti fulla berum.

81. „En ef mein oss ætlid þér (ei vér munum huga týna), pílu eina eigum vér, óvinonum til ad sýna.

82. „Vort er smátt og vesælt bú, vafid fjalla þraungri skýlu; velja áttu, Vísir, nú, vidar-skál eda þessa pilu.“

83. I bragdi grílu budlúng qvad: „bygd og landid skal eg vinna, fá mér pílu, og fardu á stad, frá oss heim til nauta þinna.“

84. Aptur svarar sendi-mann: „sjái gudir til vor beggja! segi eg hara sekadan, saklaust fólk til stríds ad eggja.

85. „Vér skulum þroka og verja best, veslíngs eignir heima-kynna, en þú, sem hroka hreifir mest, hrædstu reidi guda þinna.“

86. Rómul tekur reidin þá, rædu lætur þannig duna: „hvør mig frekur hrædast sá? heimar aldrei til þess muna.“