—57—
87. Sídan fara sendi menn, sína leid á ormi fjalar. Rómular var reidinn enn, runnin ei: hann svona talar:
88. „A morgun, þegar sólin sést, og sverd minn sterki armur skekur, yfir dregur fólkid flest, fljótid þá, og orustu vekur.
89. „Nú í dag ef þurfid þid, þjádir nýrrar fædu vidur, byrjid slag vid bónda lid, og britjid þeirra fénad nidur.“
90. Þadan skundar her óhýr, hyggur nú til mikils vinna; fólkid bundid, fé og kýr, færdu þeir til tjalda sinna.
91. Skiptu ráni sínu senn, sveitir, eins og þókti bera; konur smána, en myrda menn, til matar naut og saudi skera.
92. Númi þá til þengils geck, þessu fólki vægdar beiddi; þridjúng sá af flocknum féck, og fram á skóginn þessa leiddi.
93. Farid, segir hann, heilir heim, hérmed látum ockur sætta; gull óvegid gaf hann þeim, svo gripi sína feingi bætta.
94. Byrja fer svo bæna hljód, besti qvistur mána Rínar: „láttu, Seres, saklaust blód, saurga aldrei hendur mínar;“
95. Gudina bidur sín til sjá, svo med fleirum ordum høldur; lídur nidur úr lopti þá , logandi í gulli skjøldur.