Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/65

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

61

25. Kalla tekur herinn hátt: „hann skal ockar lidi stýra; enginn hefur meiri mátt, mun hann féndur gjøra rýra.“

26. Þegar sigur-hljódin há, herdir þjód med gledi-sladur, vedur fram á vøllinn þá, vígalegur og gildur madur.

27. Hár og digur undrum er, ytst hann klædir húd af ljóni; kallmannlegur kylfu ber, í krapta skædu hauka fróni.

28. Ljónsins eru kræktar klær, í kross á hetju brjósti framan; til hann fer og festi nær, vid fólkid slær svo upp á gaman.

29. „Fyrst ad eikin undra há, ecki hefur lidid bana, eg ad leiki líka má, leitast vid ad beygja hana.

30. Þannig segi’ eg lokid leik, lánga festi kémpan þrífur, hristir, sveigir, hrekur eik, hana upp med stofni rífur.

31. Þetta undrar alla þjód, Alor sjálfum bløskrar næsta; innan stundar heyrast hljód: „hann skal stýra flocknum glæsta.

32. „Hann oss meinum hvurjum ver, hreysti madur á styrjar þíngi, honum einum hlýdum vér, hann er Marsa lidsforíngi.“

33. Hetjan segir: „ósk mín er, ein, ad fylgja hraustu meingi, en fýsir ei ad fylkja her, fram um Skøglar rauda eingi.