Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/67

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

63

43. Undan gengnr foríngi fús, firna kylfu um axlir reidir; elda dreingur hittir hús, herinn þar sem krásir seydir.

44. Tekur hann skídi eimi á, og eldum hýdir skálann nauma, vekur lýd ad víga þrá, vid ófrída nætur drauma.

45. Harnar víga hrídin þar, heljar sígur blód úr ædum, verda ad hníga vardíngjar, vals í stíga raudu flædum.

46. Tjøldum braka eldar á, ása þakid mylur nidur, med harma qvaki hørdu þá, Hildur vaka alla bidur.

47. Kémur þar frá Niflheims nid, nedan skrimslid bláa Helja; er hamfara óvættid, offur sitt ad fánga og telja.

48. Bølvud gríla bløck ad sjá, bana vinnur lidi hrønnum; eitur-pílum fíngrum frá, fleygdi inn í hjørtu mønnum.

49. Hún um becki æda ód, áfram skreid á fjórum hrømmum, saug og dreckur daudablód, drjúgt af neydar skálum rømmum.

50. Vard því digur versta trøll, vid þann brunn, úr ædum lekur; ógurligur allan vøll, ófreskjunnar búkur þekur.

51. Skrimslid annad, nidsvørt Nótt, um náinn slædir døckvum klædum; fer med bann og blindar drótt, blóds í hrædilegu flædum.