Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/70

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

66

70. Leó minnumst aptur á, ecki linnir þróttur halnum; kífs í vinnu - kófi sá, kylfu finnur sína í valnum.

71. Skaptid kreisti høndum hann, henni treysti best ad voga, kapp og hreysti í brjósti brann, brúna neistar fóru ad loga.

72. Hamarinn fordum þannig Þór, Þryms hjá bordum féck í hendi, trøllum mord og meidsli stór, Mjølnir ordalaust þá sendi.

73. Øndótt hvesti augu þá, eldi sló af tinnum brúna, trøllin vestu forløg fá, flockar dóu þeirra núna.

74. Líkur honum Leó þar, lid um grundir feldi nidur, í nidmyrkronum ná-hrídar, nøtradi undir jardar qvidur.

75. Kylfan molar allt og eitt, øld má þola helju krappa, blódid skolar harla heitt, hendur á svolalegum kappa.

76. Búinn daudi øllu er, ef þar nockra stødu tekur, eins og saudi undan sér, allann flockinn Leó rekur.

77. Þrumur branda fældu frid, fjalla buldi þakid dofid, girdíng landa glumdi vid, gat ei Huldufólkid sofid.

78. Kolsvørt Gríma þrasir þar, þrumur af brotum skýa hrína, stjørnur híma huglausar, hvurgi ad notum birtu sýna.