Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/72

Þessi síða hefur verið prófarkalesin

68

lángt af vegi! hjartad fædi gledin góda, svo gaman qvædin fljóta megi!

5. Þannig feyki andar ama, edla marar ljóss frá Týri, eg, sem leik minn ódinn tama, Idunnar á hørpu - víri.

6. O mín qvinna, Idun skæra, ein sem minn nú huga gledur, virdstu innan hjørtun hræra, hita þinnar ástar medur!

7. Fordum var ad fleirum gaman, fljóda skara í æsku minni, en er nú svarin allur saman, Idun rara, blídu þinni.

8. Fjølga taka børnin beggja, best er ad vaka því og ydja, frá sér slaka leti leggja, og ljúfann maka um adstod bidja.

9. Vil eg dregin af sé efi, øllum segja frá því þorum: í hórdóm ei eg aflad hefi, únga-greyum kærum vorum.

10. Hvørt þau føgur eru’ eda eigi, øll skilfenginn megum telja, þó þau møgur og merglaus deyi, mér þarf enginn skuld á selja.

11. Sídan þreyda þig til vinar, þádi; hér af landsins konum, sverja eid fyrir allar hinar, ætla eg mér á Hreppskilonum.


12. Eins og fjalla efst frá tindum, ógurlegur klettur ridar, sem í falli, frárri vindum, foldar vega sundur nidar.